Innlent

Miklar frosthörkur fram undan

Veðurstofan spáir kólnandi veðri á næstu dögum um allt land.
Veðurstofan spáir kólnandi veðri á næstu dögum um allt land.
Veður fer kólnandi á landinu á næstu dögum. Spáð er allt að 18 stiga frosti á Hvanneyri á miðvikudag en þá spáir 13 stiga frosti í Reykjavík, 16 stiga frosti á Suðurlandi og 12 stigum á Egilsstöðum.

Kalt loft fer yfir landið í vikunni með norðanátt. Ekki er útlit fyrir að snjóa leysi, þó einhverjar rauðar tölur gætu verið í kortunum, þar sem það kólnar á ný á kvöldin.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir norðanáttirnar ríkjandi frá og með deginum í dag. „Hún verður nokkuð svöl þessi vika, einkum á þriðjudag og miðvikudag,“ segir hann.

Þorsteinn útskýrir að léttskýjað veður, líkt og spáð er næstu daga, geisli út hitanum og því verði enn kaldara en ef það væri skýjað.

„Það verður allt hvítt í vikunni á landinu öllu. Ég reikna ekki með að snjóinn taki neitt upp,“ segir Þorsteinn. Kuldinn gengur yfir landið fram yfir helgi, en þá er útlit fyrir að það veður fari hlýnandi sunnanlands.

Töluverðri úrkomu er spáð og bendir allt til þess að hvít jörð verði á landinu öllu um næstu helgi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×