Nóg að gera hjá lögreglunni á Selfossi um helgina 28. nóvember 2011 11:48 Selfoss Nóg var að gera hjá lögreglunni á Selfossi um helgina þar sem meðal annars slökkvitæki var stolið og tvö hundruð lítrar af gambra voru haldlagðir í Árnessýslu. Maður var sleginn í andlitið fyrir utan Kaffi Rós í Hveragerði aðfaranótt sunnudags. Hann átti sér einskis ills von er maður gekk að honum og sló hann tvö hnefahögg. Árásarþolinn hlaut minni háttar áverka. Það liggur fyrir hver árásarmaðurinn er og málið í rannsókn. Í gærkvöldi var brotist inn í félagsmiðstöðina Pakkhúsið við Austurveg á Selfossi og þaðan stolið leikjatölvu. Léttvatnsslökkvitæki var stolið úr stigagangi fjölbýlishúss við Álftarima á Selfossi og losað úr því í anddyri hússins. Óboðnir gestir reyndu á að komast í teiti sem haldið var í einni íbúð hússins. Þeim var vísað frá og líklegt að einhver þessar óvelkomnu hafi gripið tækið með sér. Slökkvitækið fannst í nágrenni hússins. Aðfaranótt laugardags var afturrúða brotin í hvítri Volkswagen Polo sem stóð í porti til hliðar við skemmtistaðinn 800 Bar á Selfossi. Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar um þessi mál að hafa samband í síma 4801010. Tvöhundruð lítrar af gambra voru gerðir upptækir á sveitabæ í Árnessýslu í síðustu viku. Engin suðutæki fundust né tilbúið áfengi. Maður gekkst við því að eiga mjöðin. Gambrinn var gerður upptækur og sýni sent á rannsóknarstofu til styrkleikamælingar. Málið er í rannsókn. Tilkynnt var um 19 umferðaróhöpp í vikunni. Flest þeirra eru rakin til hálku og annara óhagstæðra verðurskilyrða. Maður öklabrotnaði eftir samstuð við annan mann þar sem þeir voru við knattspyrnuiðkun á gervigrasvellinum í Þorlákshöfn. Franskur ferðamaður slasaðist á fæti þar sem hann féll af snjóbretti inni í Reykjadal. Kalla þurfti eftir aðstoð björgunarsveita til að koma manninum í byggð. Ekki er vitað á þessari stundu hver meiðsli mannsins eru. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Svo margir hafa ekki um langan tíma verið kærðir fyrir ölvunarakstur á einni helgi. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nóg var að gera hjá lögreglunni á Selfossi um helgina þar sem meðal annars slökkvitæki var stolið og tvö hundruð lítrar af gambra voru haldlagðir í Árnessýslu. Maður var sleginn í andlitið fyrir utan Kaffi Rós í Hveragerði aðfaranótt sunnudags. Hann átti sér einskis ills von er maður gekk að honum og sló hann tvö hnefahögg. Árásarþolinn hlaut minni háttar áverka. Það liggur fyrir hver árásarmaðurinn er og málið í rannsókn. Í gærkvöldi var brotist inn í félagsmiðstöðina Pakkhúsið við Austurveg á Selfossi og þaðan stolið leikjatölvu. Léttvatnsslökkvitæki var stolið úr stigagangi fjölbýlishúss við Álftarima á Selfossi og losað úr því í anddyri hússins. Óboðnir gestir reyndu á að komast í teiti sem haldið var í einni íbúð hússins. Þeim var vísað frá og líklegt að einhver þessar óvelkomnu hafi gripið tækið með sér. Slökkvitækið fannst í nágrenni hússins. Aðfaranótt laugardags var afturrúða brotin í hvítri Volkswagen Polo sem stóð í porti til hliðar við skemmtistaðinn 800 Bar á Selfossi. Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar um þessi mál að hafa samband í síma 4801010. Tvöhundruð lítrar af gambra voru gerðir upptækir á sveitabæ í Árnessýslu í síðustu viku. Engin suðutæki fundust né tilbúið áfengi. Maður gekkst við því að eiga mjöðin. Gambrinn var gerður upptækur og sýni sent á rannsóknarstofu til styrkleikamælingar. Málið er í rannsókn. Tilkynnt var um 19 umferðaróhöpp í vikunni. Flest þeirra eru rakin til hálku og annara óhagstæðra verðurskilyrða. Maður öklabrotnaði eftir samstuð við annan mann þar sem þeir voru við knattspyrnuiðkun á gervigrasvellinum í Þorlákshöfn. Franskur ferðamaður slasaðist á fæti þar sem hann féll af snjóbretti inni í Reykjadal. Kalla þurfti eftir aðstoð björgunarsveita til að koma manninum í byggð. Ekki er vitað á þessari stundu hver meiðsli mannsins eru. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Svo margir hafa ekki um langan tíma verið kærðir fyrir ölvunarakstur á einni helgi.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira