Innlent

Þingflokkar Samfylkingar og VG funda

Frá fundi Samfylkingarinnar sem hófst klukkan eitt.
Frá fundi Samfylkingarinnar sem hófst klukkan eitt. mynd/Sigurjón
Þingflokkur Vinstri grænna situr nú á fundi en á honum mun Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurfa að gefa skýringar á því að hafa unnið að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar einnig um málið á Alþingi núna.

Jón segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann að frumvarpið sem birtist á vef ráðuneytis hans á laugardag aðeins hafa verið vinnuskjöl sem gætu orðið umræðugrundvöllur. Fréttablaðið greinir frá því að það ráðist af svörum ráðherrans á þingflokksfundinum sem nú stendur yfir hvort honum verði áfram sætt í ríkisstjórninni.

Gert er ráð fyrir að fundunum hjá flokknum ljúki klukkan þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×