Innlent

Vill að menntamálaráðherra rannsaki íþróttahús vegna ósiðlegs athæfis

Rauðisandur á Vestfjörðum.
Rauðisandur á Vestfjörðum. Mynd / Anton Brink
Móðir stúlku, sem nítján ára karlmaður braut á í íþróttahúsi á Vestfjörðum á síðasta ári, hefur óskað eftir því við menntamálaráðuneytið að opinber rannsókn fari fram á því hvernig eftirlit með íþróttahúsinu, þar sem brotið átti sér stað, sé háttað. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins bestu, bb.is.

Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu að nítján ára piltur hefði lofað fimmtán ára stúlku áfengi fyrir munnmök. Atvikið átti sér stað í íþróttahúsi á Vestfjörðum, og samkvæmt móður stúlkunnar, var enginn húsvörður í húsinu þegar atvikið átti sér stað. Pilturinn var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn barnaverndar- og áfengislögum.

Í bréfi sem móðirin sendi bb.is segir orðrétt: „Það er ljóst að það gerist atburður sem varð gífurlegt áfall fyrir aðstandendur gerandans og þolandans í þessu máli og þær andlegar þjáningar sem á eftir komu í litlu bæjarsamfélagi. Það sem er verra er að upplifa meðvirkni og aðgerðarleysi þeirra sem eru ábyrgir fyrir íþróttahúsinu. Ég hélt að það væri búið að leggja niður allar biskupsskúffur þar sem svona mál eru látin hverfa í á opinberum stöðum.“

Auk þess sem móðirin vill að menntamálaráðuneytið kanni eftirlit með íþróttahúsinu vill hún að það verði farið yfir það með hvaða hætti reglur og viðbragðsáætlun ættu að vera í minni sveitarfélögum þar sem húsvörður er ekki á vakt á kvöldin og um helgar. Skorar hún á ráðuneytið að bregðast skjótt við.

Hægt er að skoða grein Bæjarins bestu í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×