Innlent

Stal meðal annars nautalund - dæmdur í 5 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI
Karlmaður um þrítugt var í morgun dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnaði, skjalafals og fíkniefnalagabrot.

Maðurinn stal meðla annars konfektkassa, dvd-myndum og nautalund úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá framvísaði hann þrisvar sinnum fölsuðum úttektarbeiðnum í verslunum, sem höfðu verið fylltar út af óþekktum aðila og stimplaðar með stolnum stimpli.

Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa amfetamín og kannabis í fórum sínum.

Hann játaði brot sín fyrir dómi en með brotunum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut árið 2008 og þótti dómara hæfileg refsing fimm mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×