Lífið

Firth nánast öruggur um sigur

Flestir eru sammála um að Colin Firth og Natalie Portman séu öruggir sigurvegarar á Golden Globe verðlaunahátíðinni.
Flestir eru sammála um að Colin Firth og Natalie Portman séu öruggir sigurvegarar á Golden Globe verðlaunahátíðinni.

Golden Globe verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld en það eru samtök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að þeim. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu til hverra Óskar frændi fer í heimsókn í ár. Búist er við nokkurri harðri baráttu þótt nokkrir flokkar þyki vera fyrir fram afgreiddir.

Colin Firth og Natalie Portman eru þannig sögð örugg um sigur í sínum flokkum. Firth fer á kostum í kvikmyndinni The King's Speech sem Georg VI.

Portman hefur verið hlaðin lofi fyrir frammistöðu sína í Black Swan og á sigurinn vísan í sínum flokki. Mesta spennan er í kringum hvaða mynd hreppir hnossið sem besta kvikmynd ársins. The Social Network eftir David Fincher hefur fengið lofsamlega dóma og sömuleiðis The King's Speech. Almennt er talið að baráttan eigi eftir að standa milli þeirra tveggja.

Natalie Portman
Golden Globe heiðrar einnig sjónvarpsefni og þar er fastlega gert ráð fyrir að Glee og Mad Men muni standa uppi sem sigurvegarar. Glee mun samkvæmt því vinna öruggan sigur í gaman/söng-flokknum en Mad Men fær ögn harðari samkeppni í dramaflokknum frá sjónvarpsseríunni Boardwalk Empire frá Martin Scorsese.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×