Geir: Ímynd íslenskrar knattspyrnu ósködduð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 07:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Jón Gunnlaugsson, formaður landsliðsnefndar. Mynd/Stefán Geir Þorsteinsson segir slæma stöðu Íslands á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ekki hafa slæm áhrif á ímynd íslenskrar knattspyrnu. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en landsliðið er nú í 124. sæti og er fyrir neðan smáríkin Færeyjar og Liechtenstein. Geir sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær og svaraði spurningum blaðamanns Vísis um stöðu Íslands á listanum og afstöðu KSÍ til hans. „Ég hef marglýst þeirri skoðun minni að það sem okkur skiptir mestu máli eru úrslitin í leikjum okkar í undankeppnum stórmóta,“ sagði Geir sem hefur ýmislegt að athuga við hvernig listinn er uppbyggður. „Í aðalatriðum finnst mér listinn vera stóru þjóðunum til hagsbóta. Hann þjónar þeim betur en þeim minni.“ Nágrannar Íslands á listanum eru lítt þekktar knattspyrnuþjóðir helst frá Afríku, Asíu auk hinna ýmissa eyríkja. Þjóðir sem Ísland spilar nánast aldrei við. „Við erum ekki að spila við þessar þjóðir því eins og gefur að skilja eru þær ekki í okkar álfu. Við höfum ekki horft til þess að vera vera taktískari í því að velja okkur andstæðinga í þeim tilgangi að koma okkur ofar á listanum. Það hefur ekki verið okkar markmið.“ „En þessi listi skiptir okkur vissulega máli. Hann var notaður til að raða löndum í styrkleikaflokka þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Þar vorum við í neðsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn í lengri tíma.“ „Allt helst þetta því í hendur og við lítum ekki fram hjá honum. Við erum neðarlega á listanum en það er samt ekki eiginlegt markmið okkar að færa okkur upp listann - heldur mun það gerast við við náum árangri í þeim leikjum sem skipta okkur máli. Þá mun okkur vegna betur á þessum lista og það er það sem við horfum til.“ „Margir virðast halda að þessi listi þjóni sama tilgangi og heimslistinn í tennis - þar sem tennisleikarar eru að keppast að því að koma ofar listann. Að mínu viti er þetta ekki sambærilegt því við erum ekki alltaf með hugann við þennan lista.“ „Þessi listi var búinn til fyrir fjölmiðla og sem auglýsing og kynning á knattspyrnunni.“ Geir tekur undir að listinn hafi mikið að þegar kemur að því að mynda sér skoðun á stöðu knattspyrnuþjóða. En hann segir ímynd Íslands samt ekki vera í molum. „Alls ekki. Ef við lítum til þeirra sem starfa í knattspyrnuheiminum þá bera þeir enn mikla virðingu - sem betur fer - fyrir íslenskri knattspyrnu og því starfi sem er unnið hér á landi.“ „Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að á Íslandi eru tækifærin mikil. Árangur U-21 landsliðsins sýndi það best og framganga liðsins hefur vakið miklu meiri athygli í knattspyrnuheiminum en nokkru sinni þessi listi.“ Noregur og Ísland drógust saman í riðil í undankeppni HM 2012. Noregur var í efsta styrkleikaflokki en Ísland þeim neðsta. „Enda var það fyrsta sem norski landsliðsþjálfarinn sagði eftir dráttinn var að hann vildi síst af öllu fá Ísland úr neðsta styrkleikaflokki. Hann gerir sér grein fyrir því að við getum á góðum degi gert þeim erfitt fyrir,“ sagði Geir að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir slæma stöðu Íslands á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ekki hafa slæm áhrif á ímynd íslenskrar knattspyrnu. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en landsliðið er nú í 124. sæti og er fyrir neðan smáríkin Færeyjar og Liechtenstein. Geir sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær og svaraði spurningum blaðamanns Vísis um stöðu Íslands á listanum og afstöðu KSÍ til hans. „Ég hef marglýst þeirri skoðun minni að það sem okkur skiptir mestu máli eru úrslitin í leikjum okkar í undankeppnum stórmóta,“ sagði Geir sem hefur ýmislegt að athuga við hvernig listinn er uppbyggður. „Í aðalatriðum finnst mér listinn vera stóru þjóðunum til hagsbóta. Hann þjónar þeim betur en þeim minni.“ Nágrannar Íslands á listanum eru lítt þekktar knattspyrnuþjóðir helst frá Afríku, Asíu auk hinna ýmissa eyríkja. Þjóðir sem Ísland spilar nánast aldrei við. „Við erum ekki að spila við þessar þjóðir því eins og gefur að skilja eru þær ekki í okkar álfu. Við höfum ekki horft til þess að vera vera taktískari í því að velja okkur andstæðinga í þeim tilgangi að koma okkur ofar á listanum. Það hefur ekki verið okkar markmið.“ „En þessi listi skiptir okkur vissulega máli. Hann var notaður til að raða löndum í styrkleikaflokka þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Þar vorum við í neðsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn í lengri tíma.“ „Allt helst þetta því í hendur og við lítum ekki fram hjá honum. Við erum neðarlega á listanum en það er samt ekki eiginlegt markmið okkar að færa okkur upp listann - heldur mun það gerast við við náum árangri í þeim leikjum sem skipta okkur máli. Þá mun okkur vegna betur á þessum lista og það er það sem við horfum til.“ „Margir virðast halda að þessi listi þjóni sama tilgangi og heimslistinn í tennis - þar sem tennisleikarar eru að keppast að því að koma ofar listann. Að mínu viti er þetta ekki sambærilegt því við erum ekki alltaf með hugann við þennan lista.“ „Þessi listi var búinn til fyrir fjölmiðla og sem auglýsing og kynning á knattspyrnunni.“ Geir tekur undir að listinn hafi mikið að þegar kemur að því að mynda sér skoðun á stöðu knattspyrnuþjóða. En hann segir ímynd Íslands samt ekki vera í molum. „Alls ekki. Ef við lítum til þeirra sem starfa í knattspyrnuheiminum þá bera þeir enn mikla virðingu - sem betur fer - fyrir íslenskri knattspyrnu og því starfi sem er unnið hér á landi.“ „Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að á Íslandi eru tækifærin mikil. Árangur U-21 landsliðsins sýndi það best og framganga liðsins hefur vakið miklu meiri athygli í knattspyrnuheiminum en nokkru sinni þessi listi.“ Noregur og Ísland drógust saman í riðil í undankeppni HM 2012. Noregur var í efsta styrkleikaflokki en Ísland þeim neðsta. „Enda var það fyrsta sem norski landsliðsþjálfarinn sagði eftir dráttinn var að hann vildi síst af öllu fá Ísland úr neðsta styrkleikaflokki. Hann gerir sér grein fyrir því að við getum á góðum degi gert þeim erfitt fyrir,“ sagði Geir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36
Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15
Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45