Sam Tillen: Ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp í allt sumar Kolbeinn Tumi Daðasno skrifar 22. ágúst 2011 22:30 Sam Tillen, fyrirliði Fram, var hæstánægður með sigur Fram á Völsurum í kvöld. Hann sagið liðið hafi spilað frábæran fótbolta í fyrri hálfleik. „Já, við áttum sjö leiki eftir fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að fara að næla í stig enda tíminn að renna út. Ég er mjög stoltur af því hvernig við spiluðum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við spiluðum flottan fótbolta. Okkur tókst að finna Lennon í holunni og Kiddi (Kristinn Ingi) var frábær að þrýsta varnarmönnum þeirra aftar. Miðjan sá mikið af boltanum og við sköpuðum fullt af færum í fyrri hálfleik. Í hálfleik töluðum við um að þrýsta á þá og ná seinna markinu. Það tókst og þriðja var frábært og lyfti af okkur pressunni fyrir síðasta stundarfjórðunginn." Framarar spiluðu á köflum mjög flottan fótbolta og unnu sanngjarnan sigur. Það er erfitt að greina hvers vegna svo vel hafi gengið í kvöld eftir slaka frammistöðu í sumar. „Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar er þetta þriðji taplausi leikurinn í röð. Það má segja að þetta hafi verið á leiðinni. Þeir sem hafa fylgst með okkur í sumar hafa séð okkur fá færi. Það er ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp leik eftir leik. Við höfum bara ekki nýtt færin. „Núna erum við með Lennon sem getur skorað mörk, það hefur hann gert frá því hann var krakki og við höfum sjálfstraust með komu nýju leikmannanna Sam (Hewson) og Hólmberts (Arons Friðjónssonar). Það hefur gefið okkur byr undir báða vængi og vonandi getum við haldið áfram á þessu skriði." Tillen hefur verið með fyrirliðabandið síðustu þrjá leiki í fjarveru Kristjáns Haukssonar sem glímir við meiðsli. Er það ekki ástæðan á velgengninni spurði undirritaður í léttu gríni. „Nei, alls ekki. Kristján er góður karakter í búningsherberginu og verður vel tekið á móti honum þegar hann kemur aftur." Foreldrar Tillen hafa verið á landinu undanfarið og senda Frömurum greinilega góða strauma en Fram hefur fengið fimm stig úr þremur síðustu leikjum. „Ég vona það. Þau sáu leikinn gegn Stjörnunni og sendu góða strauma í 89. mínútur þar til Halldór Orri labbaði í gegnum vörnina og skoraði. Það var gaman fyrir þau að sjá fjögur stig og auðvitað að sjá sigurinn í kvöld." Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Sam Tillen, fyrirliði Fram, var hæstánægður með sigur Fram á Völsurum í kvöld. Hann sagið liðið hafi spilað frábæran fótbolta í fyrri hálfleik. „Já, við áttum sjö leiki eftir fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að fara að næla í stig enda tíminn að renna út. Ég er mjög stoltur af því hvernig við spiluðum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við spiluðum flottan fótbolta. Okkur tókst að finna Lennon í holunni og Kiddi (Kristinn Ingi) var frábær að þrýsta varnarmönnum þeirra aftar. Miðjan sá mikið af boltanum og við sköpuðum fullt af færum í fyrri hálfleik. Í hálfleik töluðum við um að þrýsta á þá og ná seinna markinu. Það tókst og þriðja var frábært og lyfti af okkur pressunni fyrir síðasta stundarfjórðunginn." Framarar spiluðu á köflum mjög flottan fótbolta og unnu sanngjarnan sigur. Það er erfitt að greina hvers vegna svo vel hafi gengið í kvöld eftir slaka frammistöðu í sumar. „Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar er þetta þriðji taplausi leikurinn í röð. Það má segja að þetta hafi verið á leiðinni. Þeir sem hafa fylgst með okkur í sumar hafa séð okkur fá færi. Það er ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp leik eftir leik. Við höfum bara ekki nýtt færin. „Núna erum við með Lennon sem getur skorað mörk, það hefur hann gert frá því hann var krakki og við höfum sjálfstraust með komu nýju leikmannanna Sam (Hewson) og Hólmberts (Arons Friðjónssonar). Það hefur gefið okkur byr undir báða vængi og vonandi getum við haldið áfram á þessu skriði." Tillen hefur verið með fyrirliðabandið síðustu þrjá leiki í fjarveru Kristjáns Haukssonar sem glímir við meiðsli. Er það ekki ástæðan á velgengninni spurði undirritaður í léttu gríni. „Nei, alls ekki. Kristján er góður karakter í búningsherberginu og verður vel tekið á móti honum þegar hann kemur aftur." Foreldrar Tillen hafa verið á landinu undanfarið og senda Frömurum greinilega góða strauma en Fram hefur fengið fimm stig úr þremur síðustu leikjum. „Ég vona það. Þau sáu leikinn gegn Stjörnunni og sendu góða strauma í 89. mínútur þar til Halldór Orri labbaði í gegnum vörnina og skoraði. Það var gaman fyrir þau að sjá fjögur stig og auðvitað að sjá sigurinn í kvöld."
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira