Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn fyrir tilraun til manndráps í austurborginni í morgun.
Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist á eiginkonu sína, sem er kona á fimmtugsaldri, í morgun. Hún var endurlífguð og síðan flutt á slysadeild og er ástand hennar talið mjög alvarlegt. Konunni er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar hafa ekki fengist um málið frá lögreglunni.
Rannsaka tilraun til manndráps
Tengdar fréttir

Rannsaka alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu
Kona varð fyrir alvarlegri líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hún liggur þung haldin á gjörgæsludeild Landspítalans.