Johnny Jolly, leikmaður Green Bay Packers í NFL-deildinni, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi þar sem honum tókst ekki að halda skilorð.
Jolly hefur viðurkennt að vera háður lyfseðilsskyldum verkjalyfjum sem hann hefur misnotað lengi og orðið sér úti um lyfið á ólöglegan hátt.
Bæði Jolly og móðir hans grétu í réttarsalnum í dag og grátbáðu dómarann, í orðsins fyllstu merkingu, að senda leikmanninn í meðferð í staðinn fyrir fangelsi.
Dómaranum var ekki haggað og Jolly er því á leið í steininn og NFL-ferli hans þar með væntanlega lokið.
Grátandi leikmaður Packers dæmdur í sex ára fangelsi

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn