Frægur vegarkafli hverfur í sumar 10. janúar 2011 19:15 Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Vegarkafli sem skipar sess í kvikmyndasögu Íslands verður aflagður í sumar. Þetta er jafnframt einn síðasti kafli þjóðvegakerfisins sem liggur í gegnum hlaðið á bóndabæ. Vegarkaflinn er á sunnanverðum Vestfjörðum og liggur um Skálanes, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Flutningabílstjóri á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, Kristinn Sigurjónsson, tók myndskeið, sem fylgir fréttinni, þegar hann ók um þennan kafla í febrúar fyrir tveimur árum. Það sýnir vel hversu mjór og hlykkjóttur þjóðvegurinn er á þessum kafla og með svo mörgum blindbeygjum að mælst er til þess að ekki sé ekið þarna nema á þrjátíu kílómetra hraða. Það er líka sérstakt við veginn þarna að hann liggur um bæjarhlaðið á Skálanesi og svo nærri húsunum að flutningabílinn nánast sleikir gamla söluskálann og bensínafgreiðsluna sem Kaupfélag Króksfjarðar starfrækti til ársins 2000. Staðurinn er hluti af kvikmyndasögu Íslands því þarna voru fyrir 20 árum tekin upp atriði í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, þegar kaupfélagsútbúið var ennþá í rekstri. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín léku aðalhlutverkin eftirminnilega og þetta er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. En nú fer hver að verða síðastur að aka um gamla veginn þarna. Vegagerðin hefur ákveðið að leggja nýjan þriggja kílómetra langan vegarkafla fjær bænum og ofar í hlíðinni, malbikaðan, beinan og breiðan samkvæmt nútímastöðlum. Tilboð verða opnuð í næstu viku og á nýi vegurinn að vera tilbúinn innan tíu mánaða, fyrir 1. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira