Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal 29. apríl 2011 06:00 Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. Fréttablaðið/Anton „Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is William & Kate Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is
William & Kate Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent