Innlent

Almenningur á rétt á að kynna sér símtalið

„Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar, það eru ýmsir fleiri sem vilja það innan Fjárlaganefndar," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, á Alþingi í dag.

Hún segir að Sjálfstæðismenn hafi óskað eftir því að það verði fundur í nefndinni á morgun þar sem verður sérstaklega tekið á trúnaði yfir símtali Davíðs Odssonar við Mervyn Kings bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur haldið fram að breski bankastjórinn hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að borga Icesave skuldina.

Þorgerður Katrín sagði vera þeirrar skoðunar að birta ætti bréfið strax. „Því ég tel að almenningur eigi rétt á því að kynna sér efni þessa samtals," sagði hún.

Formaður og varaformaður Fjárlaganefndar hafi tekið fram að aðrir nefndarmenn í Fjárlanefndinni skyldu ekki tjá sig við fjölmiðla um efni símtalsins. „Við sem fengum símtöl frá fjölmiðlum, sögðum: Nei við munum ekki tjá okkur um þetta, hvorki já eða nei. Þannig ég tel ríka ástæðu fyrir alla þá þingmenn sem hér eru inni, og munu síðar taka afstöðu til Icesave málsins, að þeir líka eigi sama rétt og við fjárlaganefndarmenn að kynna sér efni og innihald samtalsins."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.