Hekla fór að gjósa á Facebook Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 25. janúar 2011 12:18 Nei, Hekla er ekki að gjósa. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira