Hekla fór að gjósa á Facebook Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 25. janúar 2011 12:18 Nei, Hekla er ekki að gjósa. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira