Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli 5. febrúar 2011 13:00 Jóhannes Haukur hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarna þrjá mánuði og er orðinn hrikalegur að sjá. Hann býst þó ekki við að halda því til streitu þegar tökum á kvikmyndinni Svartur á leik lýkur.Fréttablaðið/Arnþór Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkamsrækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporðrennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og tryggir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggsvöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhannes ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppinaut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Einarsson, einn þekktasti kraftajötunn landsins, muni leika í myndinni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reyndar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira