Ísland er alltaf heimalandið 8. janúar 2011 16:00 "Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann," segir Dóra Takefusa. „Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira