Ísland er alltaf heimalandið 8. janúar 2011 16:00 "Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann," segir Dóra Takefusa. „Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is
Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira