Ísland er alltaf heimalandið 8. janúar 2011 16:00 "Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann," segir Dóra Takefusa. „Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Mér finnst afmælisdagar barnanna minna stórkostlega merkilegir en mitt afmæli engin sérstök hátíð," segir Dóra Takefusa, sem er fertug í dag. Oft segir hún samt hafa verið gestkvæmt 8. janúar, hún hafi bakað, búið til heita rétti eða boðið í "bröns" en aldrei nennt að halda partí. Í ár ætlar hún út að borða og leyfa sér svo að skreppa fljótlega í smáfrí, það hafi hún ekki gert í mörg ár. „Draumurinn er að slökkva á símanum og fara eitthvert suður á bóginn í nokkra daga," segir hún. Dóra á sínar fyrstu minningar frá Seyðisfirði og telur það forréttindi að hafa alist upp í svo litlum og vinalegum bæ. „Innst inni er ég þó borgarbarn enda flutti ég að heiman fimmtán ára því ég þráði stórborgina Reykjavík. Síðan hef ég mátað mig við margar aðrar borgir," viðurkennir hún. Nú býr Dóra í Kaupmannahöfn þar sem hún á tvo veitingastaði, Jolene bar sem hún hefur rekið í nokkur ár og kaffihús sem hún er nýbúin að opna. „Þetta eru ólíkir staðir," segir Dóra og lýsir stemningunni þar. „Jolene er partí en kaffihúsið kósí." Hún kveðst hafa gaman af þessari atvinnustarfsemi þótt hún hafi aldrei verið á langtímaplani. „Ég hef ekki verið þekkt fyrir að skipuleggja hlutina langt fram í tímann. Í rauninni hefur Kaupmannahöfn leitt mig út í þetta og það er bara mjög gaman." Er hún þá alveg flutt af landi brott? „Nei, nei, maður er aldrei fluttur alveg. Ég bjó einu sinni í Los Angeles og í fjögur ár í London en Ísland er alltaf heimalandið." Meðal þeirra staða sem Dóra hefur ferðast til er Japan enda á hún föður þar, sem reyndar bjó á Íslandi og í Danmörku í 15-20 ár. „Maður skreppur ekkert til Japan si svona svo ég hitti pabba nú ekki oft," viðurkennir hún. Kveðst samt aðspurð vera mikil fjölskyldumanneskja. „Mér líður best þegar ég hef svona tíu manns í mat. Kannski er það þess vegna sem ég er að reka veitingahús," segir Dóra, sem á íslenskan kærasta og tvö börn, son sem er að verða 21 árs nú í janúar og átta ára dóttur. Dóra lék í þremur kvikmyndum á tíunda áratugnum, Einkalífi, Veggfóðri og Bak við tjöldin. Skærast skein þó stjarna hennar á Skjá einum enda minnist hún tímans þar með mikilli ánægju. „Það var skemmtilegt og gefandi að taka þátt í að byggja upp Skjá einn og hefur mikið tilfinningalegt gildi í minningunni. Hópurinn þar var eins og ein fjölskylda og innan hans skapaðist sterk og góð vinátta." Hvar skyldi Dóra svo sjá sjálfa sig í anda eftir tuttugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvað mig langar að gera eftir tvö ár," segir hún einlæg. "Ég er búin að ganga í gegnum mörg frábær tímabil um ævina, hef gaman af að láta lífið koma mér á óvart og koma þá sjálfri mér á óvart í leiðinni." gun@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning