Óskabarn þjóðarinnar 21. janúar 2011 00:01 Rapparinn Ramses fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar í kvöld. Hann blandar saman rappi og popptónlist á plötunni, sem hann segir nauðsynlegt ætli menn að fá eitthvað út úr harkinu. „Ég er búinn að dunda mér við þetta í tíu ár og er loksins að gefa út alvörubreiðskífu," segir rapparinn Ramses, sem var þó gefið nafnið Guðjón Örn Ingólfsson. Ramses hefur sent frá sér plötuna Óskabarn þjóðarinnar. Hann segist fara um víðan völl á plötunni ásamt því að rappa digurbarkalega um sjálfan sig. Eins og rapparar gera. Er þetta svo kryddað með kellingum og djammi? „Jájá. Það er nokkuð um það og um hvað lífið er ljúft með þeim. Svo fjalla ég um rappsenuna á Íslandi og ýmislegt annað. Það er erfitt að sigta eitthvað eitt út." Hipphopp-tónlist hefur upp á síðkastið blandast saman við hefðbundna popptónlist í ríkari mæli en áður þekktist. Áhrifin hafa rekið land á Íslandi sem kom berlega í ljós á frábærri sólóplötu Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, sem kom út fyrir síðustu jól. Þá hafa rapparar á borð við Didda Fel og Emmsjé Gauta blandað saman rappi og popptónlist með góðum árangri. En er sama uppi á teningnum hjá Ramsesi? „Já. Ég gerist sekur um það. Platan er svolítið poppuð. Hún er partívæn." Er nokkuð að því? „Nei. Það er bara flott. Maður verður að gera það. Stefnan er svona og ef maður ætlar að fá eitthvað út úr þessu þarf maður að fara í þessa átt í bland við gamla, góða fílinginn." Spurður hvort hann skjóti á aðra rappara á plötunni segist Ramses vera voðalega lítið í því. „Allavega á þessari plötu," segir hann. „Ég nenni ekki að standa í því. Þetta er svo lítil og veik sena eins og er að mér finnst að fólk eigi frekar að standa saman í staðinn fyrir að skjóta á hvert annað." Ramses heldur útgáfutónleika í Risinu (gamla Glaumbar) í kvöld klukkan 23. 500 krónur kostar inn á tónleikana, en ef sex stelpur mæta saman í hóp fá þær frítt inn. DJ Kocoon er plötusnúður kvöldsins og á meðal þeirra sem koma fram ásamt Ramsesi eru Diddi Fel, Mælginn, Orri Err og KáEffBé. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan er hægt að horfa á myndbandið við lagið Hey sæta sem er á plötunni. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Rapparinn Ramses fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar í kvöld. Hann blandar saman rappi og popptónlist á plötunni, sem hann segir nauðsynlegt ætli menn að fá eitthvað út úr harkinu. „Ég er búinn að dunda mér við þetta í tíu ár og er loksins að gefa út alvörubreiðskífu," segir rapparinn Ramses, sem var þó gefið nafnið Guðjón Örn Ingólfsson. Ramses hefur sent frá sér plötuna Óskabarn þjóðarinnar. Hann segist fara um víðan völl á plötunni ásamt því að rappa digurbarkalega um sjálfan sig. Eins og rapparar gera. Er þetta svo kryddað með kellingum og djammi? „Jájá. Það er nokkuð um það og um hvað lífið er ljúft með þeim. Svo fjalla ég um rappsenuna á Íslandi og ýmislegt annað. Það er erfitt að sigta eitthvað eitt út." Hipphopp-tónlist hefur upp á síðkastið blandast saman við hefðbundna popptónlist í ríkari mæli en áður þekktist. Áhrifin hafa rekið land á Íslandi sem kom berlega í ljós á frábærri sólóplötu Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, sem kom út fyrir síðustu jól. Þá hafa rapparar á borð við Didda Fel og Emmsjé Gauta blandað saman rappi og popptónlist með góðum árangri. En er sama uppi á teningnum hjá Ramsesi? „Já. Ég gerist sekur um það. Platan er svolítið poppuð. Hún er partívæn." Er nokkuð að því? „Nei. Það er bara flott. Maður verður að gera það. Stefnan er svona og ef maður ætlar að fá eitthvað út úr þessu þarf maður að fara í þessa átt í bland við gamla, góða fílinginn." Spurður hvort hann skjóti á aðra rappara á plötunni segist Ramses vera voðalega lítið í því. „Allavega á þessari plötu," segir hann. „Ég nenni ekki að standa í því. Þetta er svo lítil og veik sena eins og er að mér finnst að fólk eigi frekar að standa saman í staðinn fyrir að skjóta á hvert annað." Ramses heldur útgáfutónleika í Risinu (gamla Glaumbar) í kvöld klukkan 23. 500 krónur kostar inn á tónleikana, en ef sex stelpur mæta saman í hóp fá þær frítt inn. DJ Kocoon er plötusnúður kvöldsins og á meðal þeirra sem koma fram ásamt Ramsesi eru Diddi Fel, Mælginn, Orri Err og KáEffBé. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan er hægt að horfa á myndbandið við lagið Hey sæta sem er á plötunni.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið