Lífið

Hártískan í handboltanum

Leikmenn íslenska liðsins eru nánast allir snöggklipptir á mótinu nema Björgvin Páll Gústavs­son.
Leikmenn íslenska liðsins eru nánast allir snöggklipptir á mótinu nema Björgvin Páll Gústavs­son.
Meirihluti þjóðarinnar situr sem límdur við sjónvarpsskjáinn þessa dagana yfir Heimsmeistarakeppninni í handbolta.

Ekki eru þó allir að horfa af einlægum íþróttaáhuga eða hvað?

Fréttablaðið grunar ákveðinn hóp um að horfa frekar á útlit leikmanna en getu þeirra í íþróttinni og tók saman nokkra kappa sem greinilega hugsa um hárið á sér.

Logi Geirsson birtist áhorfendum á skjánum sem álitsgjafi eftir leiki. Hann hefur jafnan þótt bera ljósa lokkana vel og greiðslan haggast ekki.

Róbert Gunnarsson er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt og hefur oft skartað skemmtilegri hárgreiðslu.

Pascal Hens, liðsmaður þýska liðsins, með munstraða klippingu á kollinum undir ljósum kambi.

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Þýskalands, hefur gegnum tíðina ýmist skartað síðum dökkum lubba eða verið með það knallstutt og aflitað.

Staffan Olsson sveiflaði síðu hárinu á vellinum í áraraðir. Enn sveiflar hann makkanum þegar hann les yfir hausamótunum á sænska liðinu, sem hann þjálfar í dag.

Iker Romero, leikmaður spænska landsliðsins, var ófeiminn við að breyta um lit á hárinu. Hér er hann með ljósa rönd í kambinum.

heida@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.