Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring 3. desember 2011 05:00 eftir kosningar Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt.fréttablaðið/vilhelm Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira