Innlent

Hálka víðsvegar um land

Hálka er á Hellisheiði, í þrengslum og í uppsveitum en á Suðurlandi eru víða hálkublettir eða snjóþekja. Á vesturlandi er snjóþekja eða hálka og sömuleiðis á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Á vestfjörðum og norðurlandi er hálka og snjóþekja á flestum leiðum en snjókoma er í kringum Akureyri og á Tjörnesi en éljagangur í kringum mývatn.

Hálka og skafrenningur víða á austurlandi, snjóþekja og snjókoma á Fjarðarheiði og Oddsskarði en þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra, á Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×