Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna 5. desember 2011 10:00 Ekki er úr ausinni... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofaní Game of Thrones-tökuliðið inní sendiferðarbíl uppá Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund máltíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira