Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk 10. september 2011 05:00 Forstöðumaður safnaðarins segir starfið við viðbygginguna að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Hinir 300 meðlimir trúfélagsins verði einfaldlega að leggja harðar að sér fyrst borgin neiti félaginu um styrk. Fréttablaðið/Valli „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira