Verða góðar manneskjur 23. mars 2011 16:33 Séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Stefán Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat
Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira