Verða góðar manneskjur 23. mars 2011 16:33 Séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Stefán Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat Fermingar Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat
Fermingar Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira