Enski boltinn

Tomasz Kuszczak: Ég er orðinn þræll Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomasz Kuszczak.
Tomasz Kuszczak. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pólski markvörðurinn Tomasz Kuszczak sem fær ekki mörg tækifæri hjá Manchester United þessa dagana og hann hefur nú kvartað opinberlega undan meðferð sinni hjá félaginu. Kuszczak vill fara frá United og var mjög óhress með að Manchester United kom í veg fyrir að hann færi á láni til Leeds.

„Ég hef talað við Sir Alex Ferguson nýverið. Ég bað um að fara frá United áður en janúarglugginn opnaði. Ég sagði honum að ég vilji komast aftur í pólska landsliðið þar sem að EM 2012 er á næstunni," sagði Tomasz Kuszczak og bætti við:

„Honum var alveg sama um mína stöðu. Tveimur vikum seinna kom upp möguleiki að fara á láni til Leeds í tvo mánuði en félagið lokaði fyrir þann möguleika. Það var smá von fyrir mig og hefði hjálpað til svo að landsliðsþjálfarinn gleymdi mér ekki," sagði Kuszczak.

„Eru þeir virkilega svona illgjarnir? Ég mjög leiður yfir þessari meðferð. Ég er orðinn þræll Manchester United. Ég er mjög pirraður yfir þessu þótt að ég vilji ekki gagnrýna Ferguson. Ég ber mikla virðingu fyrir honum enda er hann frábær stjóri. Ég vona bara að hann leyfi mér að fara í janúar," sagði Tomasz Kuszczak.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×