Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku 27. ágúst 2011 11:35 Sérsveitarmaður. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
„Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum.
Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42