Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu 27. desember 2011 07:30 Vígbúnaður undirheima Jökull segir að glöggt megi sjá að skotvopn séu að verða algengari í undirheimum hér á landi. Hér sést hluti vopnabúrs sem var tekið við húsleit í Reykjavík fyrir skemmstu. FRéttabalaðið/anton Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira