Innlent

Mun hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
„Þessi niðurstaða, að svona sterkur meirihluti samþykki samninginn, er mikilvæg og vonandi sér nú senn fyrir endann á þessu erfiða máli. Lausn þess mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins og greiða götu þess að við komumst í eðlileg samskipti við umheiminn og þar með endurreisnar í efnahagsmálum " segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á vef fjármálaráðuneytisins.

Alþingi samþykkti í dag Icesave frumvarpið með 44 atkvæðum gegn 16, þrír sátu hjá. Tvær tillögur um þjóðaratkvæðagreiðlur voru felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fær nú frumvarpið og ákveður hvort hann staðfestir það eða vísar því í þjóðaratkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×