Innlent

Víða slæmt veður fyrir vestan og norðan, skólahaldi aflýst

Töluvert snjóaði víða vestan- og norðvestanlands í nótt og víða var nokkuð hvasst, en þó var veður almennt skárra á Vestfjörðum en spáð hafði verið.

Færð hefur þó víða spillst í nótt og víða er ófært um norðvestanvert landið. Því hefur skólahaldi verið aflýst í nokkrum skólum á norðvesturlandi.

Klukkan sex í morgun var vindur 10 til 14 metrar á sekúndu með einhverri ofankomu á Vestfjörðum og vestanlands, en heldur hvassara á Norðurlandi og spáð er 18 til 23 metrum á sekúndu á Norðurlandi fram eftir morgni. Áfram er spáð snjókomu norðvestanlands fram eftir degi.

Tvær snjóspýur féllu úr hlíðinni ofan við Ólafsfjarðarveg við Eyjafjörð í gærkvöldi, en þær lokuðu ekki veginum. Veðurstofan hefur ekki varað við snjóflóðahættu annarsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×