Innlent

Björgunarsveitir í rúmlega níutíu útköll í nótt

Mynd/Freyr Ingi Björnsson
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa í alla nótt aðstoðað ökumenn á höfuðborgarsvæðinu þar sem færð er nú afleit. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að yfir 90 aðstoðarbeiðnir hafi borist og að í mörgum tilvikum hafi nokkrir bílar verið á bak við hverja tilkynningu.

Um 50 björgunarsveitamenn hafa tekið þátt í verkefnum næturinnar. Landsbjörg beinir því til ökumanna á höfuðborgarsvæðinu að vera ekki á ferðinni á vanbúnum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×