Innlent

Aldrei snjóað jafn mikið á einum degi í desember

Snjómet slegið.
Snjómet slegið.
Þeir sem muna ekki eftir annarri eins snjókomu í desember, hafa á réttu að standa, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist snjódýptin í morgun 33 sentímetrar. Það er semsagt met.

Það hefur aldrei snjóað jafn mikið á einum degi í desember frá því mælingar hófust árið 1921. Veðurstofan spáir éljagangi áfram í dag.

Á morgun breytist veðrið hinsvegar nokkuð. Það mun snjóa til að byrja með, svo verður slydda og að lokum fer að rigna seinni partinn á föstudaginn.

Svo er búist við því að það hlýni nokkuð. Þannig ættu allar tölur að vera rauðar á láglendi Íslands á gamlársdag.

Fleiri veðurmet hafa verið slegin í desember. Snjór hefur nú legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess samfleytt frá 26. nóvember. Aldrei áður frá upphafi mælinga hefur snjór verið samfleytt svo lengi á fyrri hluta vetrar.

Eins og fram hefur komið hafa björgunarsveitamenn staðið í stórræðum í nótt og í morgun og hér að neðan má sjá myndir frá starfi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×