Innlent

Íslenskir hestar nema land í Arabíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá þjálfun hestanna og knapa í Óman.
Frá þjálfun hestanna og knapa í Óman.
Fimm íslenskar hryssur og einn geldingur voru flutt frá Þýskalandi til Óman við Arabíuskagann í byrjun desember. Þetta eru fyrstu íslensku hestarnir sem hafa numið land í Mið-Austurlöndum, eftir því sem fram kemur á vef hestatímaritsins Eiðfaxa.

Samkvæmt frásögn blaðsins var það soldáninn í Óman, Qaboos bin Said Al Said, sem keypti hrossin. Ómanskir reiðmenn eru nú að læra grunndvallartækni í að sitja og þjálfa hestana. Það fylgir fréttinni að hestarnir munu koma fram í fyrsta skipti opinberlega á sýningu til heiðurs soldáninum þann 1. janúar næstkomandi.

Hér má sjá myndband frá æfingum landnemanna sex og knapa þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×