Innlent

Snjómokstur í allan dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um tíma í dag var allur tiltækur mannskapur við snjóhreinsun í Reykjavík. Stofnleiðir, strætóleiðir og safngötur eru opnar og unnið hefur verið við snjóruðning í húsagötum í öllum hverfum, sem og snjóhreinsun af bílastæðum við leikskóla.

Einnig hefur verið unnið við snjóhreinsun á göngu- og hjólaleiðum. Brýn þörf hefur verið á þessari þjónustu Reykjavíkurborgar enda hefur sjaldan snjóað eins mikið og gert hefur undanfarinn sólarhring.

Myndatökumaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á ferli í nótt og í morgun við að mynda umferð í snjónum. Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×