Innlent

Stjórnarflokkarnir undirbúa þingflokksfundi

JMI og JHH skrifar
Bæði þingflokkur VG og þingflokkur Samfylkingarinar undirbúa sig undir það að halda þingflokksfundi á morgun. Fundurinn í þingflokki Samfylkinarinnar hefur þegar verið boðaður og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þingflokksformaður VG verið í sambandi við þingmenn flokksins til að kanna það hvort þeir geti mætt á fund á morgun ef með þarf.

Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um efni fundarins en líklegt má þykja að þar verði rætt um þær viðræður sem hafa verið á milli forystumanna ríkisstjórnarinnar og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu en Hreyfingin greindi frá þreifingunum í fréttatilkynningu í dag. Þá er jafnframt hugsanlegt að ræddar verði mögulegar breytingar á ríkisstjórninni. Þess háttar breytingar eru gerðar á ríkisráðsfundum en slíkur fundur mun fara fram á Bessastöðum á gamlársdag, venju samkvæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×