Forystumenn stýrðu viðræðum og hluti ríkisstjórnar vissi ekkert Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 19:22 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. Formenn stjórnarflokkanna fengu, samkvæmt heimildum fréttastofu, opið umboð frá þingflokkum sínum fyrr í þessum mánuði til þess að ráðast í breytingar til þess að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið. Viðræður við Hreyfinguna voru hluti af þessum aðgerðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þingflokkum VG og Samfylkingarinnar hafi verið haldið utan við viðræðurnar sjálfar við Hreyfinguna og aðeins hluti ríkisstjórnarinnar vissi af þeim. Sumir ráðherrar vissu ekkert.Byrjaði á óformlegum nótum Hvaða ráðherra í ríkisstjórninni var þetta sem hafði samband við ykkur? „Það gengur nú ekki þannig fyrir sig að það sé svo formlegt. Þetta byrjar nú þannig að það er byrjað að bjóða manni góðan daginn oftar en eðlilegt getur talist niður á þingi og svo spinnst eitthvað út úr því í framhaldinu. Einhverjir þingmenn ræða við sína ráðherra og á endanum er boðum komið til manns um fund (...) og svo vindur þetta upp á sig í framhaldinu af því. En frumkvæðið kom frá ríkisstjórninni," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hvaða ráðherrar voru þetta sem þið funduðuð með? „Við vorum að funda með Jóhönnu og Steingrími." Var Össur ekki hluti af þessu? „Hann var eitthvað að ræða við okkur fyrir jólin, en það var minniháttar." Hvernig var þetta lagt upp af hálfu ríkisstjórnarinnar? „Þau voru að kanna hvað við stæðum föst á stefnuskránni sem við vorum kosin út á með það fyrir augum að verja þau vantrausti ef til þess kæmi. Og það náðist ekki niðurstaða í það."Augljóst að breytingar eru framundan Fundirnir voru fyrir jól, og í gær og í fyrradag, aðallega í stjórnarráðshúsinu. Þór segir að ástæðuna vera fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni. „Það gefur augaleið að það eru fyrirhugaðar einhverjar ráðherrabreytingar og þau óttast einhverja óvissu með þann meirihluta sem þau hafa í kjölfarið á því." Gátu þau sýnt á spilin. Veist þú t.d hvaða breytingar eru fyrirhugaðar? „Nei, það var ekkert rætt um það. Það er algjörlega á þeirra borði ennþá. Hvað þau gera, en það virðist rætt um ýmsa ráðherra og forseta þingsins líka."Hreyfingin vildi fá Ástu Ragnheiði frá Aldrei var rætt um að Hreyfingin kæmi inn í ríkisstjórn. Þór Saari segir að Hreyfingin hafi lagt fram kröfu um Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir viki sæti sem forseti þingsins. Þá vildi Hreyfingin ákveðnar lýðræðisumbætur sem fólust í því að almenningur gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur með undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna, sem Þór kallar „grundvallaratriði." Þór segist líta svo á viðræðum sé lokið í bili en hann segir að þær hafi strandað því Jóhanna og Steingrímur hafi ekki verið tilbúinn að samþykkja leið varðandi skuldavanda heimilanna sem fólst í að stofnaður yrði sérstakur afskriftarsjóður fyrir skuldir sem yrði eign banka og lífeyrissjóða. Vildu skuldir heimilanna í sérstakan afskriftarsjóðÞór Saari segir viðræðurnar hafa strandað því forystumenn ríkisstjórnarinnar voru ekki tilbúnir að fara leið Hreyfingarinnar varðandi skuldavanda heimilanna.Hvaða leið er þetta? „Tillögurnar valda ríkissjóði engum aukakostnaði og eru ekki högg á efnahagsreikninga banka og lífeyrissjóða. Þetta felst í því að skuldir heimilanna, sem verða afskrifaðar af bönkunum, eru settar í sérstakan afskriftarsjóð og eru þá áfram til sem eign banka og lífeyrissjóða. Síðan er þessi afskriftarsjóður greiddur niður með ákveðnum útfærslum sem við lögðum fram einnig, á 25 árum. Þetta er ekkert sem er óviðráðanlegt og í raun mjög viðráðanlegt fyrir þessar stofnanir. Þau (Jóhanna og Steingrímur innsk.blm) vildu ekki fara í þann slag. Þeim fannst þessar tillögur ganga of langt. Þau buðu upp á samstarf með óljósu orðalagi, en það er eitthvað sem við höfum passað okkur á að fara ekki út í." Þór Saari segir að viðræðunum sé lokið í bili. Hann segir það hafa verið skilaboðin í gær, að ekki hafi náðst lending. Birgitta Jónsdóttir leggur áherslu á að hlé hafi verið gert á viðræðunum, en hún segist ekki líta svo á að þeim hafi verið slitið endanlega. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. Formenn stjórnarflokkanna fengu, samkvæmt heimildum fréttastofu, opið umboð frá þingflokkum sínum fyrr í þessum mánuði til þess að ráðast í breytingar til þess að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið. Viðræður við Hreyfinguna voru hluti af þessum aðgerðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þingflokkum VG og Samfylkingarinnar hafi verið haldið utan við viðræðurnar sjálfar við Hreyfinguna og aðeins hluti ríkisstjórnarinnar vissi af þeim. Sumir ráðherrar vissu ekkert.Byrjaði á óformlegum nótum Hvaða ráðherra í ríkisstjórninni var þetta sem hafði samband við ykkur? „Það gengur nú ekki þannig fyrir sig að það sé svo formlegt. Þetta byrjar nú þannig að það er byrjað að bjóða manni góðan daginn oftar en eðlilegt getur talist niður á þingi og svo spinnst eitthvað út úr því í framhaldinu. Einhverjir þingmenn ræða við sína ráðherra og á endanum er boðum komið til manns um fund (...) og svo vindur þetta upp á sig í framhaldinu af því. En frumkvæðið kom frá ríkisstjórninni," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hvaða ráðherrar voru þetta sem þið funduðuð með? „Við vorum að funda með Jóhönnu og Steingrími." Var Össur ekki hluti af þessu? „Hann var eitthvað að ræða við okkur fyrir jólin, en það var minniháttar." Hvernig var þetta lagt upp af hálfu ríkisstjórnarinnar? „Þau voru að kanna hvað við stæðum föst á stefnuskránni sem við vorum kosin út á með það fyrir augum að verja þau vantrausti ef til þess kæmi. Og það náðist ekki niðurstaða í það."Augljóst að breytingar eru framundan Fundirnir voru fyrir jól, og í gær og í fyrradag, aðallega í stjórnarráðshúsinu. Þór segir að ástæðuna vera fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni. „Það gefur augaleið að það eru fyrirhugaðar einhverjar ráðherrabreytingar og þau óttast einhverja óvissu með þann meirihluta sem þau hafa í kjölfarið á því." Gátu þau sýnt á spilin. Veist þú t.d hvaða breytingar eru fyrirhugaðar? „Nei, það var ekkert rætt um það. Það er algjörlega á þeirra borði ennþá. Hvað þau gera, en það virðist rætt um ýmsa ráðherra og forseta þingsins líka."Hreyfingin vildi fá Ástu Ragnheiði frá Aldrei var rætt um að Hreyfingin kæmi inn í ríkisstjórn. Þór Saari segir að Hreyfingin hafi lagt fram kröfu um Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir viki sæti sem forseti þingsins. Þá vildi Hreyfingin ákveðnar lýðræðisumbætur sem fólust í því að almenningur gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur með undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna, sem Þór kallar „grundvallaratriði." Þór segist líta svo á viðræðum sé lokið í bili en hann segir að þær hafi strandað því Jóhanna og Steingrímur hafi ekki verið tilbúinn að samþykkja leið varðandi skuldavanda heimilanna sem fólst í að stofnaður yrði sérstakur afskriftarsjóður fyrir skuldir sem yrði eign banka og lífeyrissjóða. Vildu skuldir heimilanna í sérstakan afskriftarsjóðÞór Saari segir viðræðurnar hafa strandað því forystumenn ríkisstjórnarinnar voru ekki tilbúnir að fara leið Hreyfingarinnar varðandi skuldavanda heimilanna.Hvaða leið er þetta? „Tillögurnar valda ríkissjóði engum aukakostnaði og eru ekki högg á efnahagsreikninga banka og lífeyrissjóða. Þetta felst í því að skuldir heimilanna, sem verða afskrifaðar af bönkunum, eru settar í sérstakan afskriftarsjóð og eru þá áfram til sem eign banka og lífeyrissjóða. Síðan er þessi afskriftarsjóður greiddur niður með ákveðnum útfærslum sem við lögðum fram einnig, á 25 árum. Þetta er ekkert sem er óviðráðanlegt og í raun mjög viðráðanlegt fyrir þessar stofnanir. Þau (Jóhanna og Steingrímur innsk.blm) vildu ekki fara í þann slag. Þeim fannst þessar tillögur ganga of langt. Þau buðu upp á samstarf með óljósu orðalagi, en það er eitthvað sem við höfum passað okkur á að fara ekki út í." Þór Saari segir að viðræðunum sé lokið í bili. Hann segir það hafa verið skilaboðin í gær, að ekki hafi náðst lending. Birgitta Jónsdóttir leggur áherslu á að hlé hafi verið gert á viðræðunum, en hún segist ekki líta svo á að þeim hafi verið slitið endanlega. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira