Innlent

Hafnfirðingar tóku forskot á sæluna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga við að hjálpa fólki sem hefur setið fast í snjó hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. En björgunarsveitir hafa líka haft í nógu að snúast við að selja flugelda, sem er helsta fjáröflunarleið sveitanna. Björgunarsveitin í Hafnarfirði tók svo forskot á sæluna í kvöld og sló upp feyknafallegri flugeldasýningu. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var að sjálfsögðu á staðnum.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá flugeldasýninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×