Fordæmir vinnubrögð norsks rithöfundar 6. október 2011 09:30 Fordæmir vinnubrögðin Guðmundur Gunnarsson er ósáttur við skáldsögu um dóttur sína. „Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Karlsvik sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún drægi það í efa að Björk hefði ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Guðmundur segir að hann hafi hitt Karlsvik nokkrum sinnum og talað við hana. „Hún kom hingað til lands og var að fjalla um afleiðingar hrunsins og baráttuna um náttúruna. Það var undir þeim formerkjum sem við spjölluðum saman. Í restina sagði hún mér að hún væri að byrja að skrifa skáldsögu og að ég væri í einu hlutverki í þeirri sögu,“ segir Guðmundur, en Karlsvik bauð honum að lesa yfir handritið á bókinni áður en hún fór í prentun, sem hann neitaði. „Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því og get ekki skipt mér af því hvernig rithöfundar finna karaktera í skáldsögur sínar,“ segir Guðmundur og bætir við að ef hann hefði lesið bókina yfir hefði hann verið orðinn ábyrgur fyrir innihaldinu. „Á engu stigi málsins kom fram nafnið Björk. Í einum póstinum frá Karlsvik sagði hún reyndar að það væri gaman að koma til Reykjavíkur því hún væri svo hrifin af Björk.“ Guðmundur sendi Mette Karlsvik bréf í gær þar sem hann segist ekki sáttur við vinnubrögð hennar. „Ég er ekki að fordæma bókina sem slíka en ég fordæmi vinnubrögðin. Ég hef grun um að hún sé að búa til deilu við okkur Björk til að fá auglýsingu fyrir bókina, en því markmiði er þá náð.“ Mette Karlsvik sendi bæði Björk og Guðmundi afsökunarbeiðni í gær þar sem hún biðst velvirðingar á því að hafa haldið því fram að Björk vissi um bókina og að hún hafi ekki verið nógu skýr um verkefnið í samskiptum sínum við Guðmund og James, aðstoðarmann Bjarkar.- áp Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Karlsvik sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún drægi það í efa að Björk hefði ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Guðmundur segir að hann hafi hitt Karlsvik nokkrum sinnum og talað við hana. „Hún kom hingað til lands og var að fjalla um afleiðingar hrunsins og baráttuna um náttúruna. Það var undir þeim formerkjum sem við spjölluðum saman. Í restina sagði hún mér að hún væri að byrja að skrifa skáldsögu og að ég væri í einu hlutverki í þeirri sögu,“ segir Guðmundur, en Karlsvik bauð honum að lesa yfir handritið á bókinni áður en hún fór í prentun, sem hann neitaði. „Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því og get ekki skipt mér af því hvernig rithöfundar finna karaktera í skáldsögur sínar,“ segir Guðmundur og bætir við að ef hann hefði lesið bókina yfir hefði hann verið orðinn ábyrgur fyrir innihaldinu. „Á engu stigi málsins kom fram nafnið Björk. Í einum póstinum frá Karlsvik sagði hún reyndar að það væri gaman að koma til Reykjavíkur því hún væri svo hrifin af Björk.“ Guðmundur sendi Mette Karlsvik bréf í gær þar sem hann segist ekki sáttur við vinnubrögð hennar. „Ég er ekki að fordæma bókina sem slíka en ég fordæmi vinnubrögðin. Ég hef grun um að hún sé að búa til deilu við okkur Björk til að fá auglýsingu fyrir bókina, en því markmiði er þá náð.“ Mette Karlsvik sendi bæði Björk og Guðmundi afsökunarbeiðni í gær þar sem hún biðst velvirðingar á því að hafa haldið því fram að Björk vissi um bókina og að hún hafi ekki verið nógu skýr um verkefnið í samskiptum sínum við Guðmund og James, aðstoðarmann Bjarkar.- áp
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira