Fordæmir vinnubrögð norsks rithöfundar 6. október 2011 09:30 Fordæmir vinnubrögðin Guðmundur Gunnarsson er ósáttur við skáldsögu um dóttur sína. „Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Karlsvik sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún drægi það í efa að Björk hefði ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Guðmundur segir að hann hafi hitt Karlsvik nokkrum sinnum og talað við hana. „Hún kom hingað til lands og var að fjalla um afleiðingar hrunsins og baráttuna um náttúruna. Það var undir þeim formerkjum sem við spjölluðum saman. Í restina sagði hún mér að hún væri að byrja að skrifa skáldsögu og að ég væri í einu hlutverki í þeirri sögu,“ segir Guðmundur, en Karlsvik bauð honum að lesa yfir handritið á bókinni áður en hún fór í prentun, sem hann neitaði. „Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því og get ekki skipt mér af því hvernig rithöfundar finna karaktera í skáldsögur sínar,“ segir Guðmundur og bætir við að ef hann hefði lesið bókina yfir hefði hann verið orðinn ábyrgur fyrir innihaldinu. „Á engu stigi málsins kom fram nafnið Björk. Í einum póstinum frá Karlsvik sagði hún reyndar að það væri gaman að koma til Reykjavíkur því hún væri svo hrifin af Björk.“ Guðmundur sendi Mette Karlsvik bréf í gær þar sem hann segist ekki sáttur við vinnubrögð hennar. „Ég er ekki að fordæma bókina sem slíka en ég fordæmi vinnubrögðin. Ég hef grun um að hún sé að búa til deilu við okkur Björk til að fá auglýsingu fyrir bókina, en því markmiði er þá náð.“ Mette Karlsvik sendi bæði Björk og Guðmundi afsökunarbeiðni í gær þar sem hún biðst velvirðingar á því að hafa haldið því fram að Björk vissi um bókina og að hún hafi ekki verið nógu skýr um verkefnið í samskiptum sínum við Guðmund og James, aðstoðarmann Bjarkar.- áp Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Karlsvik sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún drægi það í efa að Björk hefði ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Guðmundur segir að hann hafi hitt Karlsvik nokkrum sinnum og talað við hana. „Hún kom hingað til lands og var að fjalla um afleiðingar hrunsins og baráttuna um náttúruna. Það var undir þeim formerkjum sem við spjölluðum saman. Í restina sagði hún mér að hún væri að byrja að skrifa skáldsögu og að ég væri í einu hlutverki í þeirri sögu,“ segir Guðmundur, en Karlsvik bauð honum að lesa yfir handritið á bókinni áður en hún fór í prentun, sem hann neitaði. „Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því og get ekki skipt mér af því hvernig rithöfundar finna karaktera í skáldsögur sínar,“ segir Guðmundur og bætir við að ef hann hefði lesið bókina yfir hefði hann verið orðinn ábyrgur fyrir innihaldinu. „Á engu stigi málsins kom fram nafnið Björk. Í einum póstinum frá Karlsvik sagði hún reyndar að það væri gaman að koma til Reykjavíkur því hún væri svo hrifin af Björk.“ Guðmundur sendi Mette Karlsvik bréf í gær þar sem hann segist ekki sáttur við vinnubrögð hennar. „Ég er ekki að fordæma bókina sem slíka en ég fordæmi vinnubrögðin. Ég hef grun um að hún sé að búa til deilu við okkur Björk til að fá auglýsingu fyrir bókina, en því markmiði er þá náð.“ Mette Karlsvik sendi bæði Björk og Guðmundi afsökunarbeiðni í gær þar sem hún biðst velvirðingar á því að hafa haldið því fram að Björk vissi um bókina og að hún hafi ekki verið nógu skýr um verkefnið í samskiptum sínum við Guðmund og James, aðstoðarmann Bjarkar.- áp
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira