Kabbalah kemur til Íslands 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. Fréttablaðið/Valli „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira