Kabbalah kemur til Íslands 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. Fréttablaðið/Valli „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira