Maðurinn á bak við Palla 7. apríl 2011 15:00 Coco Viktorsson á heiðurinn að mörgum af skrautlegustu búningum Páls Óskars. Skrautlegur klæðaburður er stór hluti af ímynd tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar og setur jafnan skemmtilegt yfirbragð á tónleika hans, enda er sjónarspil ekki síður mikilvægt en hressir tónar. Coco Viktorsson veit allt um það enda maðurinn á bak við marga af skrautlegustu búningum söngvarans. „Palli er einn af mínum bestu vinum og ég hef saumað á hann fatnað um margra ára skeið, bæði áður og eftir að hann varð þekktur," segir Coco og bætir við að frægðin hafi engu breytt, Páll Óskar sé alltaf jafn þægilegur í samstarfi. „Auðvitað hefur hann sínar skoðanir og fær að hafa úrslitaáhrif á útkomuna, en hann er ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum."Coco Viktorsson. Mynd/Ragnheiður HrönnFatahönnun hefur verið Coco hugleikin um langt skeið. Aðeins fjórtán ára var hann sestur við saumavél stjúpmóður sinnar í Perú, þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Frumraunin var eftirlíking af buxum sem mig langaði í en hafði ekki efni á. Útkoman var fullkomin en ekki vildi þó betur til en svo að þær hlupu strax í fyrsta þvotti," minnist hann og hlær og segist þannig hafa lært sína lexíu. „Að nota bara vönduð efni í saumaskapinn." Coco fer eigin leiðir í saumaskapnum og fær gjarnan hugmyndir á ferðalögum um heiminn. Hann segist lengi vel ekki hafa séð fatasaum sem framtíðarstarf en ákvað að láta á reyna fyrir tveimur árum þegar hann skellti sér í klæðskeranám í Tækniskólanum. „Ég gerði það til að læra betur að koma hugmyndunum frá mér," útskýrir Coco, sem langar helst að komast á mála hjá einum af stóru tískuhúsunum. „Draumurinn er París." Næst liggur þó fyrir stórt verkefni, tónleikar Páls Óskars í Hörpunni í júní. „Þetta verður heilmikil sýning, fullt af nýjum skemmtilegum búningum sem hafa ekki áður sést," segir Coco og er ekki frá því að margir eigi eftir að reka upp stór augu þegar poppgoðið stígur á svið. roald@frettabladid.is Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Skrautlegur klæðaburður er stór hluti af ímynd tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar og setur jafnan skemmtilegt yfirbragð á tónleika hans, enda er sjónarspil ekki síður mikilvægt en hressir tónar. Coco Viktorsson veit allt um það enda maðurinn á bak við marga af skrautlegustu búningum söngvarans. „Palli er einn af mínum bestu vinum og ég hef saumað á hann fatnað um margra ára skeið, bæði áður og eftir að hann varð þekktur," segir Coco og bætir við að frægðin hafi engu breytt, Páll Óskar sé alltaf jafn þægilegur í samstarfi. „Auðvitað hefur hann sínar skoðanir og fær að hafa úrslitaáhrif á útkomuna, en hann er ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum."Coco Viktorsson. Mynd/Ragnheiður HrönnFatahönnun hefur verið Coco hugleikin um langt skeið. Aðeins fjórtán ára var hann sestur við saumavél stjúpmóður sinnar í Perú, þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Frumraunin var eftirlíking af buxum sem mig langaði í en hafði ekki efni á. Útkoman var fullkomin en ekki vildi þó betur til en svo að þær hlupu strax í fyrsta þvotti," minnist hann og hlær og segist þannig hafa lært sína lexíu. „Að nota bara vönduð efni í saumaskapinn." Coco fer eigin leiðir í saumaskapnum og fær gjarnan hugmyndir á ferðalögum um heiminn. Hann segist lengi vel ekki hafa séð fatasaum sem framtíðarstarf en ákvað að láta á reyna fyrir tveimur árum þegar hann skellti sér í klæðskeranám í Tækniskólanum. „Ég gerði það til að læra betur að koma hugmyndunum frá mér," útskýrir Coco, sem langar helst að komast á mála hjá einum af stóru tískuhúsunum. „Draumurinn er París." Næst liggur þó fyrir stórt verkefni, tónleikar Páls Óskars í Hörpunni í júní. „Þetta verður heilmikil sýning, fullt af nýjum skemmtilegum búningum sem hafa ekki áður sést," segir Coco og er ekki frá því að margir eigi eftir að reka upp stór augu þegar poppgoðið stígur á svið. roald@frettabladid.is
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira