Maðurinn á bak við Palla 7. apríl 2011 15:00 Coco Viktorsson á heiðurinn að mörgum af skrautlegustu búningum Páls Óskars. Skrautlegur klæðaburður er stór hluti af ímynd tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar og setur jafnan skemmtilegt yfirbragð á tónleika hans, enda er sjónarspil ekki síður mikilvægt en hressir tónar. Coco Viktorsson veit allt um það enda maðurinn á bak við marga af skrautlegustu búningum söngvarans. „Palli er einn af mínum bestu vinum og ég hef saumað á hann fatnað um margra ára skeið, bæði áður og eftir að hann varð þekktur," segir Coco og bætir við að frægðin hafi engu breytt, Páll Óskar sé alltaf jafn þægilegur í samstarfi. „Auðvitað hefur hann sínar skoðanir og fær að hafa úrslitaáhrif á útkomuna, en hann er ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum."Coco Viktorsson. Mynd/Ragnheiður HrönnFatahönnun hefur verið Coco hugleikin um langt skeið. Aðeins fjórtán ára var hann sestur við saumavél stjúpmóður sinnar í Perú, þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Frumraunin var eftirlíking af buxum sem mig langaði í en hafði ekki efni á. Útkoman var fullkomin en ekki vildi þó betur til en svo að þær hlupu strax í fyrsta þvotti," minnist hann og hlær og segist þannig hafa lært sína lexíu. „Að nota bara vönduð efni í saumaskapinn." Coco fer eigin leiðir í saumaskapnum og fær gjarnan hugmyndir á ferðalögum um heiminn. Hann segist lengi vel ekki hafa séð fatasaum sem framtíðarstarf en ákvað að láta á reyna fyrir tveimur árum þegar hann skellti sér í klæðskeranám í Tækniskólanum. „Ég gerði það til að læra betur að koma hugmyndunum frá mér," útskýrir Coco, sem langar helst að komast á mála hjá einum af stóru tískuhúsunum. „Draumurinn er París." Næst liggur þó fyrir stórt verkefni, tónleikar Páls Óskars í Hörpunni í júní. „Þetta verður heilmikil sýning, fullt af nýjum skemmtilegum búningum sem hafa ekki áður sést," segir Coco og er ekki frá því að margir eigi eftir að reka upp stór augu þegar poppgoðið stígur á svið. roald@frettabladid.is Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Sjá meira
Skrautlegur klæðaburður er stór hluti af ímynd tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar og setur jafnan skemmtilegt yfirbragð á tónleika hans, enda er sjónarspil ekki síður mikilvægt en hressir tónar. Coco Viktorsson veit allt um það enda maðurinn á bak við marga af skrautlegustu búningum söngvarans. „Palli er einn af mínum bestu vinum og ég hef saumað á hann fatnað um margra ára skeið, bæði áður og eftir að hann varð þekktur," segir Coco og bætir við að frægðin hafi engu breytt, Páll Óskar sé alltaf jafn þægilegur í samstarfi. „Auðvitað hefur hann sínar skoðanir og fær að hafa úrslitaáhrif á útkomuna, en hann er ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum."Coco Viktorsson. Mynd/Ragnheiður HrönnFatahönnun hefur verið Coco hugleikin um langt skeið. Aðeins fjórtán ára var hann sestur við saumavél stjúpmóður sinnar í Perú, þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Frumraunin var eftirlíking af buxum sem mig langaði í en hafði ekki efni á. Útkoman var fullkomin en ekki vildi þó betur til en svo að þær hlupu strax í fyrsta þvotti," minnist hann og hlær og segist þannig hafa lært sína lexíu. „Að nota bara vönduð efni í saumaskapinn." Coco fer eigin leiðir í saumaskapnum og fær gjarnan hugmyndir á ferðalögum um heiminn. Hann segist lengi vel ekki hafa séð fatasaum sem framtíðarstarf en ákvað að láta á reyna fyrir tveimur árum þegar hann skellti sér í klæðskeranám í Tækniskólanum. „Ég gerði það til að læra betur að koma hugmyndunum frá mér," útskýrir Coco, sem langar helst að komast á mála hjá einum af stóru tískuhúsunum. „Draumurinn er París." Næst liggur þó fyrir stórt verkefni, tónleikar Páls Óskars í Hörpunni í júní. „Þetta verður heilmikil sýning, fullt af nýjum skemmtilegum búningum sem hafa ekki áður sést," segir Coco og er ekki frá því að margir eigi eftir að reka upp stór augu þegar poppgoðið stígur á svið. roald@frettabladid.is
Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Sjá meira