Innlent

Hvetja Íslendinga til að bjóða ferðamönnum í piparkökubakstur

Úr kynningarmyndbandi Inspired by Iceland
Úr kynningarmyndbandi Inspired by Iceland
Haustátak Inspired by Iceland hefur farið vel af stað. Mikill áhugi hefur verið meðal ferðamanna á heimboðum Íslendinga og hafa þau verið ákaflega vel sótt, segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum átaksins.

Þar segir að framtakið hafi vakið umtalsverða athygli í erlendum fjölmiðlum, og fjöldi erlendra blaðamanna hafi komið hingað til lands til þess að þiggja og fylgjast með heimboðum.

Ákveðið hefur verið að heimboðum Íslendinga verði haldið áfram í desember og getur fólk borðið erlendum gestum að fylgjast með jólahefðum Íslendinga.

„Nú þegar hafa gestrisnir Íslendingar boðið ferðamönnum að taka þátt í piparkökubakstri, jólakvöldverð á aðfangadag og áramótaveislu á gamlársdag.

Samhliða haustátakinu er starfræktur hugmyndabanki á vefsíðunni www.inspiredbyiceland.com þar sem hægt er að senda inn hugmyndir um ónýtt tækifæri í vetrarferðaþjónustu á Íslandi. Íslendingar eru hvattir til að koma þar á framfæri þeim hugmyndum sem þeir kunna að liggja á," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×