Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan lítur skotárásina í Bryggjuhverfi mjög alvarlegum augum.
Lögreglan lítur skotárásina í Bryggjuhverfi mjög alvarlegum augum. mynd/ egill.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur á grundvelli rannsóknarhagsmuna verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til áttunda desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í Bryggjuhverfi föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn.

Þrír voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Einn þeirra er laus úr varðhaldi en hefur hafið afplánun vegna annarra mála sem hann var dæmdur fyrir. Lögreglan lítur þessa skotárás mjög alvarlegum augum, en við rannsókn hennar fann lögreglan vopnasafn sem er eitt það stærsta sem lögreglan á höfuborgarsvæðinu hefur fundið hingað til.

Skotárásin er talin tengjast fíkniefnaviðskiptum og jafnframt talin tengjast vélhjólasamtökunum Black Pistons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×