Innlent

Fangaverðir vilja Hólmsheiði - fangar mótmæla

Fangaklefi.
Fangaklefi.
Fangavarðafélag Íslands vill fangelsi á Hólmsheiði og styður heilshugar stefnu Fangelsismálastofnunnar um uppbygginu fangelsiskerfisins samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi á fjölmiðla.

Þannig segir í tilkynningu fangavarðafélagsins að stjórnin fylgist með framvindu mála og muni ekki „taka því þegjandi ef þessi áform verða stöðvuð eina ferðina enn!“ eins og þar stendur orðrétt.

Hinsvegar er stjórn Afstöðu – félags fanga, því ósammála að nýtt öryggisfangelsi á Hólmsheiði sé góð lausn á málinu.

Orðrétt segir í tilkynningu frá föngum:

„Byggja þær hugmyndir á að fyrirhuguðu öryggisfangelsi á Hólmsheiði sé ætlað að leysa kvennafangelsið í Kópavogi og fangelsið að Skólavörðustíg af hólmi. Það er eindregin skoðun stjórnar Afstöðu að ekki sé þörf á fleiri öryggisfangelsum í íslensku fangelsiskerfi, heldur er þvert á móti skortur á opnum úrræðum, þó vissulega hafi fangelsið að Bitru leyst þar nokkurn vanda. Mikinn minnihluta íslenskra fanga þarf að vista í dýru öryggisfangelsi, heldur eru opin úrræði mun hagkvæmari og betur fallin til betrunar. Öryggisfangelsið Litla-Hraun er því alveg fært um að anna öllum þörfum fangelsiskerfisins um öryggisvistun sem þörf er á, og þá fjármunum í öryggisrými á Hólmheiði betur varið í fleiri pláss í opnum fangelsum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×