Lífið

Leikarar ársins verðlaunaðir í Hollywood

Leikarinn Joseph Gordon-Lewitt tók við verðlaunum sem besti leikari í aukahlutverki fyrir myndina 50/50. Hér er hann ásamt leikkonunni Anne Hathaway.
Leikarinn Joseph Gordon-Lewitt tók við verðlaunum sem besti leikari í aukahlutverki fyrir myndina 50/50. Hér er hann ásamt leikkonunni Anne Hathaway.
Fyrir stuttu fór fram árleg kvikmyndahátíð í Hollywood, The Annual Hollywood Film Awards Gala. Þetta er fimmtánda árið í röð sem hátíðin er haldin. Þar voru þeir leikarar sem skarað hafa fram úr á hvíta tjaldinu á árinu verðlaunaðir. Meðal þeirra sem tóku við verðlaunum var George Clooney, sem var valinn besti leikarinn, og Michelle Williams, besta leikkonan. Hún leikur Marilyn Monroe í myndinni My Week with Marilyn og tók við verðlaununum með eftirfarandi orðum: „Það eina sem Marilyn Monroe virkilega þráði var að vera tekin alvarlega sem leikkona. Hún fékk aldrei þá viðurkenningu.“ Leikararnir Joseph Gordon-Lewitt og Carey Mulligan hlutu verðlaun sem besti leikari og leikkona í aukahlutverki. Myndin The Help, sem er í kvikmyndahúsum hér á landi núna, fékk viðurkenningu fyrir besta leikarahópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.