
Fyrir hiphop-liðið kepptu Sesar A, Gísli Galdur, Partý Strúturinn og Tiny en sigurliðið var skipað þeim Óla Ofur, Futurgrapher, Fusa Axfjörð og DJ Margeiri.
Keppnin var hörð en að sögn Margeirs Ingólfssonar var sigurinn aldrei í hættu. „Við vorum vel að sigrinum komnir, getum orðað það þannig. Ætli þetta sé ekki bara í takt við tónlistarstefnurnar, við erum taktfastari. Á meðan þeir voru í 70 bítum vorum við í 130.“
- bb
