Jón Baldvin í Litháen: 20 ára sjálfstæðisafmæli 13. janúar 2011 12:29 Jón Baldvin er í miklum metum í Litháen Mynd: Stefán Karlsson Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra ávarpaði litháenska þingið í dag, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Jón Baldvin nýtur mikillar virðingar í Eystrasaltsríkjunum en fyrir frumkvæði hans varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna hinn 25. ágúst 1991. Í Fréttablaðinu í dag lýsir Jón Baldvin aðdraganda þessa. Tilraun var gerð til valdaráns í Sovétríkjunum dagana 19. - 21 ágúst 1991, þegar meðlimir í stjórnmálanefnd sovéska Kommúnistaflokksins og herforingjar einangruðu Mikahil Gorbatsjov sovétleiðtoga í sumarhúsi hans. Hinn 22. ágúst var Jón Baldvin staddur á NATO fundi og hvatti þar til þess að NATO ríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna en því var mætti með fálæti. Þremur dögum síðar voru utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen komnir til Íslands til að vera viðstaddir athöfn í Hofða þar sem Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna, fyrsta allra ríkja í heiminum. Í dag er þess minnst í Vilnius höfuðborg Litháens að 20 ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði og er Jón Baldvin heiðursgestur landsins að því tilefni. Hann ávarpaði litháenska þingið í morgun. Jón Baldvin var eini utanríkisráðherra vestræns ríkis sem svaraði kalli Litháa þegar sovéski herinn reyndi að kæfa sjálfstæðisbaráttuna með valdi í janúar 1991; mætti á staðinn og varð vitni að atburðarrásinni. Jón Baldvin er því hafður í miklum metum í landinu og honum til heiðurs hefur torg í höfuðborginni Vilnius til dæmis verið nefnt Íslandstorg. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra ávarpaði litháenska þingið í dag, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Jón Baldvin nýtur mikillar virðingar í Eystrasaltsríkjunum en fyrir frumkvæði hans varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna hinn 25. ágúst 1991. Í Fréttablaðinu í dag lýsir Jón Baldvin aðdraganda þessa. Tilraun var gerð til valdaráns í Sovétríkjunum dagana 19. - 21 ágúst 1991, þegar meðlimir í stjórnmálanefnd sovéska Kommúnistaflokksins og herforingjar einangruðu Mikahil Gorbatsjov sovétleiðtoga í sumarhúsi hans. Hinn 22. ágúst var Jón Baldvin staddur á NATO fundi og hvatti þar til þess að NATO ríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna en því var mætti með fálæti. Þremur dögum síðar voru utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen komnir til Íslands til að vera viðstaddir athöfn í Hofða þar sem Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna, fyrsta allra ríkja í heiminum. Í dag er þess minnst í Vilnius höfuðborg Litháens að 20 ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði og er Jón Baldvin heiðursgestur landsins að því tilefni. Hann ávarpaði litháenska þingið í morgun. Jón Baldvin var eini utanríkisráðherra vestræns ríkis sem svaraði kalli Litháa þegar sovéski herinn reyndi að kæfa sjálfstæðisbaráttuna með valdi í janúar 1991; mætti á staðinn og varð vitni að atburðarrásinni. Jón Baldvin er því hafður í miklum metum í landinu og honum til heiðurs hefur torg í höfuðborginni Vilnius til dæmis verið nefnt Íslandstorg.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira