Jón Baldvin í Litháen: 20 ára sjálfstæðisafmæli 13. janúar 2011 12:29 Jón Baldvin er í miklum metum í Litháen Mynd: Stefán Karlsson Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra ávarpaði litháenska þingið í dag, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Jón Baldvin nýtur mikillar virðingar í Eystrasaltsríkjunum en fyrir frumkvæði hans varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna hinn 25. ágúst 1991. Í Fréttablaðinu í dag lýsir Jón Baldvin aðdraganda þessa. Tilraun var gerð til valdaráns í Sovétríkjunum dagana 19. - 21 ágúst 1991, þegar meðlimir í stjórnmálanefnd sovéska Kommúnistaflokksins og herforingjar einangruðu Mikahil Gorbatsjov sovétleiðtoga í sumarhúsi hans. Hinn 22. ágúst var Jón Baldvin staddur á NATO fundi og hvatti þar til þess að NATO ríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna en því var mætti með fálæti. Þremur dögum síðar voru utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen komnir til Íslands til að vera viðstaddir athöfn í Hofða þar sem Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna, fyrsta allra ríkja í heiminum. Í dag er þess minnst í Vilnius höfuðborg Litháens að 20 ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði og er Jón Baldvin heiðursgestur landsins að því tilefni. Hann ávarpaði litháenska þingið í morgun. Jón Baldvin var eini utanríkisráðherra vestræns ríkis sem svaraði kalli Litháa þegar sovéski herinn reyndi að kæfa sjálfstæðisbaráttuna með valdi í janúar 1991; mætti á staðinn og varð vitni að atburðarrásinni. Jón Baldvin er því hafður í miklum metum í landinu og honum til heiðurs hefur torg í höfuðborginni Vilnius til dæmis verið nefnt Íslandstorg. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra ávarpaði litháenska þingið í dag, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Jón Baldvin nýtur mikillar virðingar í Eystrasaltsríkjunum en fyrir frumkvæði hans varð Ísland fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna hinn 25. ágúst 1991. Í Fréttablaðinu í dag lýsir Jón Baldvin aðdraganda þessa. Tilraun var gerð til valdaráns í Sovétríkjunum dagana 19. - 21 ágúst 1991, þegar meðlimir í stjórnmálanefnd sovéska Kommúnistaflokksins og herforingjar einangruðu Mikahil Gorbatsjov sovétleiðtoga í sumarhúsi hans. Hinn 22. ágúst var Jón Baldvin staddur á NATO fundi og hvatti þar til þess að NATO ríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna en því var mætti með fálæti. Þremur dögum síðar voru utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen komnir til Íslands til að vera viðstaddir athöfn í Hofða þar sem Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna, fyrsta allra ríkja í heiminum. Í dag er þess minnst í Vilnius höfuðborg Litháens að 20 ár eru liðin frá því landið hlaut sjálfstæði og er Jón Baldvin heiðursgestur landsins að því tilefni. Hann ávarpaði litháenska þingið í morgun. Jón Baldvin var eini utanríkisráðherra vestræns ríkis sem svaraði kalli Litháa þegar sovéski herinn reyndi að kæfa sjálfstæðisbaráttuna með valdi í janúar 1991; mætti á staðinn og varð vitni að atburðarrásinni. Jón Baldvin er því hafður í miklum metum í landinu og honum til heiðurs hefur torg í höfuðborginni Vilnius til dæmis verið nefnt Íslandstorg.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira