Enski boltinn

Arsene Wenger búinn að gefast upp á Nasri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nasri í leik með Arsenal á undirbúningstímabililnu.
Nasri í leik með Arsenal á undirbúningstímabililnu. Nordic Photos / Getty Images
Franska blaðið L'Equipe greinir frá því í dag að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé reiðubúinn að láta Samir Nasri fara til Manchester City fyrir 19,1 milljón punda.

Samkvæmt frétt blaðsins mun Wenger hafa misst trúna á Nasri þar sem hann virðist hafa lítinn metnað til að spila áfram með Arsenal.

Frammistaða Nasri í leik Arsenal gegn Boca Juniors á Emirates Cup-æfingamótinu um síðustu helgi mun hafa sannfært Wenger um það.

Wenger er þó ekki sagður tilbúinn að leyfa Nasri að fara fyrr en að gengið hafi verið frá kaupum á Spánverjanum Juan Mata frá Valencia á Spáni. Þar sé arftaki Nasri hjá Arsenal kominn.

Fyrr í sumar lét Wenger hafa það eftir sér að Nasri myndi vera um kyrrt í Lundúnum, sama hvað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×