Geir H. Haarde kampakátur með niðurstöðu Hæstaréttar 28. október 2011 20:47 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðismanna. „Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira