Innlent

Handrukkurum sleppt úr haldi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri sleppti í nótt fjórum ofbeldismönnum, sem hún handtók í fyrrinótt. Þá höfðu þeir ruðst inn í íbúð hjá manni og gegnið hart fram við að innheimta af honum fíkniefnaskuld.

Í framhaldi af handtökunni voru gerðar húsleitir heima hjá mönnunum, en ekki liggur fyrir hvað kom út úr þeim. Mennirnir hafa allir gerst brotlegir við lög áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×